Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
5.7.2008 | 00:03
Hulda P aftur á Aðalstræti 85
Hulda P dvelur nú í góðu yfirlæti á aðalstræti 85. Þær mæðgur, hún og Unnur Bergling fóru vestur í gær.
Í dag hafa þær eytt deginum við að skoða plássið og fara í heimsóknir.
Kv. K
16.6.2008 | 22:15
Hvað er hátíðlegra en Hrafnseyri á 17. júní?
Dagskrá 17. júní 2008
14:00-14:45 Messa: Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson prédikar, séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir sóknarprestur á Hrafnseyri þjónar fyrir altari.
15:00-15:05 Kynnir: Eiríkur Finnur Greipsson formaður Hrafnseyrarnefndar
15:05-15:25 Hátíðarræða dagsins: Sólveig Pétursdóttir fyrrv. ráðherra
15:30-16:00 Söngur: Kirkjukór Þingeyrar. Stjórnandi: Krista Sildoja. Ragnar Bjarnason við undirleik Þorgeirs Ástvaldssonar
16:00-17:00 Kaffihlaðborð
Glímumenn úr glímudeild Harðar munu sýna glímu.
Hestamenn úr hestamannafélaginu Stormi á Vestfjörðum verða með hesta og leyfa börnum að fara á bak. Einnig verður boðið upp á leiki fyrir börn.
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.6.2008 kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 22:10
Frænkur og frændur eru frænkum og frændum best :)
4.6.2008 | 13:39
Skipsminningar Steins
Gólfið heitir dekk, tappinn heitir negla, húsið heitir brú, holan heitir lest, handriðið heitir lunning, stöngin heitir mastur, nefið heitir stefni, undir skipinu heitir kjölur, aftan á skipinu heitir skutur, svefnherbergið heitir káeta.
Hefur þú einhverju við þetta að bæta Jóhann? Kveðja Steinn
2.6.2008 | 23:47
Hvort okkar var meira í Steininum?
Ég hitti Jósef Gunnar (Sólrúnar Þorgeirs) á Patró um helgina. Hann kom í heimsókn í Steininn ásamt fjölskyldu og Gísla Þór frænda sínum. Við gátum rifjað upp skemmtilegar minningar um ömmu og afa og hvað það var notalegt að heimsækja þau. Gunni var viss um að hann hafi verið mest hjá þeim af okkur krökkunum, ég var viss um að það hafi verið ég sem var mest hjá þeim og við mundum hvorugt eftir að hitt hafi verið í heimsókn hjá þeim á sama tíma. Við erum bæði keppnisfólk (þegar við vorum saman í bekk í barnaskóla kepptum við um hæstu einkunirnar) og viljum nauðug játa okkur sigruð og reyndum að fá Gísla Þór til að skera út um hvort okkar hafi verið meira í Steininum. Gísli ákvað að vera ekkert að blanda sér í þetta og sagði pass. Við komumst þá að þeirri niðurstöðu að þegar við krakkarnir komum í heimsókn til þeirra þá hafi þau haft lag á að láta okkur líða eins og við værum einstök og eina barna barnið. Sjálfsagt eigum við barna börnin og barna, barna börnin öll svipaðar minningar. kv/gúa
ps. Eitt langar mig að vita. Ég held að ég og Gunni eigum það sameiginlegt að vera mjög eldhrædd og ég rek það til brunans í Steininum forðum daga. Hvað með ykkur hin?
26.5.2008 | 22:37
Svartfuglsegg
Það er spurt um suðu á svartfuglseggjum.
Svartfugl er samheiti yfir sjófugla sem eru svartir og hvítir að lit og eiga sameiginlegt að lifa á sjó mestan hluta árs og verpa í sjávarbjörgum og strandurðum, forðast land nema um varptímann. Aðal fæða er ýmiskonar sílategundir, loðna, sandsíli og trönusíli svo eitthvað sé nefnt Til tegundarinnar teljast Langvía, með alsvartan haus og nef, ásamt litaafbrigðinu Hringvía með hvítan hring umhverfis augað og hvíta rák aftur úr hringnum. Stuttnefja, gjarnan nefnd Nefskeri við Látrabjarg, Álka, Lundi, Teista og Haftyrðill. Allar eru þessar fuglategundir há norrænar og verpa aðeins einu eggi, oftast svartdröfnóttu nema Lundinn hvítu. Varpstöðvar á Íslandi eru víða, en mestur er fjöldinn í Látrabjargi, þar verpir um 60-70% alls álkustofns heimsins að mestu á urðum undir bjarginu. Langvía og litarafbrigðið Hringvía verpir um allt Látrabjarg á berum syllum oftast þétt, oft nokkur hundruð á sömu syllu, frá neðstu klettum að brún, nefið er svart, langt, mjótt og oddhvasst. Stærstu langvíuhöld í Látrabjargi eru Barðið og Miðlandahilla. Stuttnefja, Nefskeri er með styttra og þykkara nef en Langvía og er auðþekkt frá Langvíu á hvítri rönd fram eftir nefrótinni, þaðan er kenninafnið Nefskeri komið, hún verpir í leirskriðum og flögum víða í Látrabjargi, oft í bland við Langvíu. Álka er auðþekkt á sínu stóra svarta kubbslega nefi með hvítri þverrönd um miðju. Lundi auðþekktur á gulu nefinu, hann er algengur víða um eyjar og fuglabjörg landsins, hann verpir í holu sem hann grefur í grassvörðinn, er víða á grónum þræðingum og brúnum Látrabjargs. Stærsta lunda byggð í bjarginu er í Undirhlíðum innan Djúpadals. Egg lundans er hvítt og var ekki tekið til átu, enda vand með farið, skurn er mjög þunnur. Ungi lundans gengur undir ýmsum nöfnum, vestra heitir hann kofa og var vinsæll til matar. Kofan var dreginn úr holu sinni með járnkrók nokkru áður en hún leitaði sjávar.Teista er nokkru minni en álka og lundi, alsvört með áberandi hvítar skellur á vængjum. Teistan verpir víða með ströndum landsins í fjöruurðum. Mjög stórt teistuvarp er í Flatey á Breiðafirði, þar eru hreiðrin auðfundin, númeruð vegna rannsókna. Haftyrðill hefur norrænust búsvæði og verpir lítið við Ísland, eitthvað í Grímsey og Rauðanúp á Sléttu, stærstu varpsvæði haftyrðils eru norðarlega á Grænlandi. Algengust eru egg langvíu, stuttnefju og álku. Öll eru þau svartdröfnótt með mismunandi grunnlit, frá því að vera hvít að dökk brúnu. Egg stuttnefju og langvíu eru stærri en egg álku. Þegar svartfuglsegg er soðið er best að setja það í kalt vatn hita til suðu, láta sjóða í um 4-5 mínútur. Eggið á ekki að springa. Þegar skurn er brotinn er best að brjóta á þykkari enda þess, oftast er eggið nýtt og hvítan stinn en stundum er stropi í egginu, þá er best að hella honum af áður en eggið er etið. Ef eggið er það mikið stropað að komnar eru æðar undir skurnhimnuna er það ekki hættulegt og á ekki að aftra frá að borða eggið, sumum finnst slíkt egg betra, sé aftur á móti komin augu í eggið er rétt að skoða málið og athuga hvort ekki sé einhver viðlátinn sem er vanur að borða svartfuglsegg og skipta við hann. Mikið stropuð og unguð egg voru notuð í bakstur. Erfitt er að skyggna svartfuglsegg því skurnin er þykkur, það er þó hægt með góðu ljósi, flokkast þá úr það sem ekki er nýtt. Eitt sinn þegar komið var heim á Patró eftir velheppnaða bjargferð til fjárafla fyrir Björgunarsveitina voru útbúnir stokkar með götum fyrir eggin, sterku ljósi var komið fyrir inni í stokknum, Þannig voru eggin flokkuð. Nokkuð mikið var af unguðum eggjum sem ekki var hægt að selja. Einhverjum datt þá í hug að gefa Halla bakara unguðu eggin, hann var ekki alveg viss hvort þau nýttust til baksturs en sagðist vilja prófa. Næstu daga voru til sölu á Patró rauðar jólakökur, það vissu fáir hver galdurinn að baki þessara sérlega góðu jólaka var. Þetta er svo gamalt leyndarmál það er fyrnt.
13.5.2008 | 15:10
Nafnið Eyrar varð fyrir valinu
Svo lætur þú bara gamminn geisa frændi. kv/gó
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Eyrar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar