Færsluflokkur: Ferðalög

Það er gott að vera lítil – stundum

Já, ættin er ekki mikil um sig, í hvorugan legginn. Það kom sér vel um daginn. Ég var send til Parísar að vinna og þegar ég kom á hótelið, seint um kvöld eftir langan ferða- og vinnudag, kom í ljós að ég átti ekki pantað herbergi. Fyrirtækið sem ég var að vinna fyrir klikkaði á að staðfesta bókunina. Nú voru góð ráð dýr – en sem betur fer áttu þeir eitt laust herbergi og að þeirra sögn „huge“ herbergi fyrir fjóra.  Ég var auðvitað bara glöð – give it to me – mér var sk.. sama hvað það kostaði, ég var bara þreytt og langaði að halla mér eftir langan dag og var bara ánægð með að fá dýrasta herbergið á hótelinu og hugsaði með mér að kannski væri þetta lúxus herbergi með baði jey J En fyrsta sjokkið var í lyftunni, hún var svo lítil að ég ætlaði varla að komast inn og loka hurðinni með eina litla ferðatösku og fartölvu og herbergið oh my good! Það var svo lítið að það var ekki einu sinni hægt að fara inn á bað til að skipta um skoðun þar sem þar var ekki einu sinni pláss fyrir klósettsetu. En ég svaf samt vel á litla mjóa beddanum við suð í vespum og litlum mótorhjólum, frá  þröngum götum Parísar. Kvöldið eftir kom ég aðeins fyrr á hótelið og ákvað að hlaupa yfir götuna og fá mér að borða á litlum veitingastað (lítið hótel, lítil lyfta, lítið herbergi, lítill veitingastaður, lítil gata.... stór borg) . Þar fékk ég góðan mat og notalega þjónustu, ég spjallaði við þjóninn og spurði hvað hverfið héti sem ég væri í (þar sem ég hafði ekki haft tíma til að velta því fyrir mér). Hann sagði mér að ég væri stödd í miðju le Mariais hverfinu „The gay district“ – hommahverfi Parísar og ef ég hefði ekki tekið eftir því þá héti staðurinn Le Gayridon, þar sem eigandinn væri hommi. Já – sæll ekki hafði ég hugmynd um að það væri til gay hverfi í París, það útskýrði sætu sólbrúnu strákana í þröngu hvítu stuttermabolunum með V-hálsmálspeysurnar yfir axlirnar. Oh boy alltaf svona! Starfsmaður fyrirtækisins sem ég var að vinna fyrir sagði mér að þetta væri eitt vinsælasta hverfið meðal Parísarbúa til að fara út að borða og skemmta sér(fyrir alla konur og kalla). Ég mæli hiklaus með þessu hverfi – notalegt – skemmtilegt og öruggt hverfi, inni í miðri París en samt spotta frá ferðamannastraumnum http://www.parismarais.com/. kv/gúa

p.s Sigga - þetta er ekki mataruppskrift Wink og takk fyrir að skrifa í gestabókina -Fleiri mættu taka það sér til fyrirmyndar Smile Jóhann hvernig er best að elda svartfuglsegg? hint,hint Whistling


Um bloggið

Eyrar

 

Eyrar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Loft
  • Eldhus4
  • Eldhus3
  • Eldhus2
  • Eldhus1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband