Færsluflokkur: Matur og drykkur
8.6.2008 | 21:02
Svona eldar Óli ýsu.....
Suðan látin koma upp á vatni og salti í potti. Fiskurinn látinn í vatnið og þegar suðan kemur upp aftur er fiskurinn soðinn við vægann hita í 2 mínútur. Potturinn tekinn af hitanum og látinn standa á kaldri hellu í 12 - 15 mínútur.
Það er komið að þér Jóhann . Var Lundinn aldrei veiddur við Látrabjarg eins og þeir gera í Vestmannaeyjum?
kv/gúa
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 23:48
Steinbítur
Steinbítur var stundum kallaður bjargræðið. Að baki nafninu er þjóðsaga. Föruflokkar sóttu í verstöðvar í bjargarleit þegar harðæri var á landinu. Verstöðin á Brunnum hjá Hvallátrum fékk slíkar heimsóknir, enda gáfu vermennirnir fólkinu steinbít sem að öðrum kosti var hent.. Svo brá við að fólkið gekk vel fram af steinbítsátinu, varð hann eftir það einn mestur nytjafiska á Vestfjörðum.
Steinbítur er ekki fríður fiskur en góður til átu, sé hann veiddur frá vori til hausts þá hefur hann náð góðum holdum á ný eftir hrygningu í september og oktober og tannfelli eftir hana. Aðal hrygningarstöðvar steinbíts eru djúpt undan suðurhluta vestfjarða. Heimkynni þessa fiskjar er allt norður Atlandshaf, suður til Biskajaflóa að austan og Þorskshöfða á austurströnd Bandaríkjanna að vestan.Heildar veiði á steinbít við Ísland mun vera um 20-30.000 tonn á ári.Þeir sem skoða gamlar verstöðvar taka eftir víðáttu miklum grjótgarðhleðslum, þetta eru garðar sem notaðir voru til fiskþurkunar, áður en farið var að salta fisk á Íslandi, sem var ekki fyrr en eftir miðja 18.öld, garðar þessir eru ávallt kallaðir steinbítsgarðar á Vestfjörðum. Allir landar þekkja hertan kúlaðan steinbít, hann er þurkaður í hjalli sem staðsettur er á næðingsömum stað, áður fyrr nálægt sjó til að forðast flugu. Gæta verður þess að sól nái ekki til steinbítsins, við það þránar fitan og gerir hann óætan.Þegar steinbítur er flakaður er best að leggja hann þannig að bak snúi að þeim sem flakar, hausinn til hægri.. Fyrst er hníf brugðið undir eyrugga og skorið að hnakka, síðan er hnífnum stungið í sárið við hrygginn, honum rennt grunnt aftur með hryggnum að sporði, síðan er tekið með fingrum fremst í flakið og skorið með hryggnum aftur að gotrauf, þar er hnífnum stungið í gegn og hann látinn renna aftur að sporði, þá er aftur hluti flaksins laus. Síðasti skurðurinn er aftur með kviðbeinagarðinum, til að losa flakið að fullu. Síðan er fiskinum snúið, síðara flakið skorið á svipaðan hátt. Yfirleitt er roðið tekið af flakinu fyrir matreiðslu, það er gert á þann hátt að roðið snýr niður, haldið er aftast í flakið, grunnur skurður gerður þvert á það framan fingurgóms, hnífurinn látinn renna eftir holdrosanum milli holds og roðs. Halda verður fast á móti þegar roð er dregið.Roð af steinbít var mikið notað til skæðagerðar enda einstaklega sterkt. .Matargerð úr steinbít er marvísleg, enda er nýr steinbítur einn albesti fiskur til átu sem völ er á. að öllum öðrum tegundum ólöstuðum. Marga steinbítsrétti hef ég smakkað, flestar góðar. Ein aðferð stendur þó upp úr öllum öðrum, það er hin hefðbundna aðferð, þróuð af húsfreyjum þorpa og sveita þessa lands. Steiktur steinbítur í brúnni sósu með lauk. Einfalt kjarngott og ljúfengt, þegar það þrennt fer saman, toppar matargerðarlistinn. Eftirfarandi klikkar ekki. Tvö flök meðalstór, roðlaus skorinn í hæfileg stykki.Einn stór laukur skorinn í skífur.Fiskikraftur og súputeningar.Salt, pipar og sósulitur Íslenskt smjör brætt á pönnu, nokkuð góða klípu.Fiskinum velkt upp úr hveiti, hann settur á vel heita pönnuna.Kryddað með salti og pipar, betra að hafa ljósan.Stykkjunum snúið við og laukurinn settur á pönnuna.Látið malla í góða stund.Vatni hellt á pönnuna, krafti og teningum bætt í látið malla í 5 mín Sósan þykkt með hveiti, sósulit bætt í. Sósan smökkuð og krafti bætt í eftir smekk. Þessi uppskrift er einföld, mál og vog óþörf.. Vel þess virði að prófa.JóhSvaMatur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2008 | 16:03
Signu-pönnukökurnar hennar Möggu ömmu
Um leið og búið er að baka pönnukökur er þeim rúllað upp með sykri, raðað á disk og sykri stráð yfir milli laga. Pönnukökurnar eru síðan borðaðar kaldar (með puttunum ekki gaffli) og fljótandi sykurklístrið sleikt af puttunum. Þetta segir Stína systir að við krakkarnir höfum kallað signarpönnukökur og voru þær oft til í búrinu hennar Möggu ömmu. kv/gúa
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 15:50
Skonsurnar hennar Svövu Gísla
3 bollar hveiti | Þessar skonsur hafa verið í uppáhaldi síðan ég man eftir mér. Þær eru |
1 bolli sykur | uppistaðan í skonsubrauðtertunni og seinni ár einn vinsælasti helgar- |
2 tsk. Lyftiduft | morgunverðurinn með sírópi og smjöri eða belgísku eggi og beikoni. |
2 egg | Belgískt egg og beikon er steikt beikon og eggjunum bætt út í pönnuna, |
Mjólk og natron | steikt með beikoninu síðustu mínúturnar og hrært í á meðan. Þetta er svona beikon og scramble í einum potti. |
kv/gúa
13.5.2008 | 21:44
Kjötsúpa
Er ekki sniðugt að skiptast á góðum mataruppskriftum?? Mig langar í uppskrift af steiktum steinbít í brúnni sósu, hint,hint
kv/gó
1,2 lítrar vatn og kjötkraftur | Hreinsið og skerið kjötið í fremur litla bita, látið út í sjóðandi vatn ásamt kjötkrafti og sjóðið í 30 mínútur.
|
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Eyrar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar