2.6.2008 | 23:47
Hvort okkar var meira í Steininum?
Ég hitti Jósef Gunnar (Sólrúnar Þorgeirs) á Patró um helgina. Hann kom í heimsókn í Steininn ásamt fjölskyldu og Gísla Þór frænda sínum. Við gátum rifjað upp skemmtilegar minningar um ömmu og afa og hvað það var notalegt að heimsækja þau. Gunni var viss um að hann hafi verið mest hjá þeim af okkur krökkunum, ég var viss um að það hafi verið ég sem var mest hjá þeim og við mundum hvorugt eftir að hitt hafi verið í heimsókn hjá þeim á sama tíma. Við erum bæði keppnisfólk (þegar við vorum saman í bekk í barnaskóla kepptum við um hæstu einkunirnar) og viljum nauðug játa okkur sigruð og reyndum að fá Gísla Þór til að skera út um hvort okkar hafi verið meira í Steininum. Gísli ákvað að vera ekkert að blanda sér í þetta og sagði pass. Við komumst þá að þeirri niðurstöðu að þegar við krakkarnir komum í heimsókn til þeirra þá hafi þau haft lag á að láta okkur líða eins og við værum einstök og eina barna barnið. Sjálfsagt eigum við barna börnin og barna, barna börnin öll svipaðar minningar. kv/gúa
ps. Eitt langar mig að vita. Ég held að ég og Gunni eigum það sameiginlegt að vera mjög eldhrædd og ég rek það til brunans í Steininum forðum daga. Hvað með ykkur hin?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Eyrar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna kom skýringin á eldhræðslunni.
Kveðja,
Elsa Dögg (Gunna kona)
Elsa Dögg (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:32
Sæl og blessuð Gúa og takk fyrir síðast. Ég vil nú frekar tala um að vera passasamur með eld, en þar sem mörgum (m.a. konunni minn) finnst þessi "passasemi" vera úr takti við mig þá kann ofangreind skilgreining að vera rétt. Ég man a.m.k. mjög vel eftir brunanum í steininum.
En þá að allt öðrum hlutum. Það var mjög gaman að hitta krakkana og vonandi reynum við að vera reglulega í sambandi í framtíðinni.
Með þorparakveðju, Gunni.
Jósef Gunnar Sigþórsson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:45
Passasemi já, það er spurning hvort það sé passasemi að ferðast með reykskynjara, ég ætti það alveg til líka. Ég er viss um að þú kannast við blikkandi digitalklukkur sem sýna 00:00:00.
Já það var rosalega gaman að hittast og við verðum örugglega í góðu bandi í framtíðinni.
kv/Gúa
Gúa (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.